• dc3bw

Áríðandi tilkynning til félagsmanna FFÍ

Kæru félagsmenn,

Við í stjórn FFÍ viljum byrja á því að votta ykkur samúð okkar. Fréttir morgunsins eru skelfilegar og gífurlegt áfall fyrir ykkur flugfreyjur og flugþjóna sem gengið hafa eld og brennistein fyrir félagið.

Samkvæmt WOW air er búið er að tryggja flutning allra starfsmanna heim sem eru staddir erlendis.

Við munum standa þétt við bakið á okkar félagsmönnum og leita allra leiða til að standa vörð um réttindi ykkar og aðstoða með öllum mögulegum hætti við innheimtu launa og annarra réttinda. 
Að svo stöddu hefur FFÍ hefur engar frekari upplýsingar en þær sem komið hafa fram í fjölmiðlum.

Við vinnum náið með lögfræðingum okkar sem og ASÍ varðandi næstu skref.
Verið er að setja niður tímasetningu fyrir félagsfund á morgun sem auglýst verður síðar í dag.

Rétt er að geta þess að launakröfur eru forgangskröfur en jafnframt eru þær tryggðar af Ábyrgðarsjóði launa.  Að svo stöddu hefur ekki komið fram hvort eða hvenær verður óskað eftir greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskiptum, en næstu skref ráðast af því.

Við munum senda ykkur ítarlegar upplýsingar um ykkar næstu skref síðar í dag og hvernig verður að málum staðið. Skrifstofan okkar er opin í dag fyrir ykkur og ykkur velkomið að kíkja við í kaffi og spjall.

Við munum láta ykkur vita um leið og frekari upplýsingar berast.

Fyrir hönd stjórnar,

Berglind Hafsteinsdóttir og Orri Þrastarson