• dc3bw

Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

 

logo1

 

Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja/þjóna um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands, á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi.

Atkvæðagreiðslan hefst þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 18:00 á aðalfundi félasins sem haldinn verður á skrifstofu þess að Hlíðarsmára 15, Kópavogi og stendur til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2017.

Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja/þjóna, en þeirri kröfu hefur verið hafnað.

Reykjavík, 25. apríl 2017

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands

Kjörfundur - leiðbeiningar

Kjörfundur hefst í dag 25. apríl 2017 kl. 12:00 og lýkur 1. maí 2017 kl. 23:59

Hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæði sitt, sjá kjörkassann hér til hægri "Rafræn kosning" ýtið á örina.

 

https://www.facebook.com/groups/1897525303816016/

https://www.facebook.com/groups/410596445970834/

 

Leiðbeiningar um rafræna kosningu til stjórnar FFÍ

Kosningin fer fram á öruggu vefsvæði sem hýst er og stjórnað af Advania skv. gæða- og öryggisstöðlum þeirra.

Til að greiða atkvæði þurfa félagsmenn að fara á sérstaka kosningasíðu sem er aðgengileg í gegnum hlekk á vefsíðu Flugfreyjufélagsins, www.ffi.is

Auðkenna sig þarf með kennitölu og annað hvort íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að hægt er að nálgast íslykil með fljótlegum hætti á umræddri vefsíðu.

Athugið að hægt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni og er það nýjasta atkvæði hvers kjósanda sem gildir.

Frekari upplýsingar og/eða aðstoð er hægt að fá á skrifstofu Flugfreyjufélagsins.

Kjörstjórn

Erindum um skráningu/kæru inn á kjörskrá skulu berast með tölvupósti til starfsmanna kjörstjórnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)

Aðalfundarboð FFÍ 2017

 

Aðalfundur Flugfreyjufélags Íslands 2017 verður haldinn

þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 18:00

í húsakynnum FFÍ að Hlíðasmára 15, Kópavogi.

 

Dagskrá aðalfundar:

1. Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Flutt verður skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  3. Kynning á nýkjörinni stjórn, varastjórn og trúnaðarráði félagsins.
  4. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
  5. Kosning til annarra stjórna og ráða sem lög og reglugerðir félagsins gera ráð fyrir.
  6. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ lögð fram til samþykktar.

2. Önnur mál.

Að fundi loknum verða bornar fram léttar veitingar.

Ársreikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.

Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna komu sína á fundinn fyrir 27. apríl 2017 á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Mætum vel og stundvíslega.

Kveðja,

Stjórn FFÍ

Meðfylgjandi aðalfundarboði þessu er:

a) Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ

Tillaga um breytingu á reglugerð Sjúkrasjóðs FFÍ