• dc3bw

Allsherjar atkvæðagreiðsla vegna Primera

Flugliðar - stöndum saman

Minnum á að nú stendur yfir allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja/þjóna um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA.

Atkvæðagreiðslan hófst þriðjudaginn 2. maí 2017 og stendur til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2017 á skrifstofu FFÍ að Hlíðarsmára 15.

Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja/þjóna. 
Þeirri kröfu hefur verið hafnað.

Þetta skiptir okkur öll máli og þitt atkvæði telur

Skrifstofa FFÍ

Skrifstofa FFÍ verður lokuð 3. maí vegna stjórnarskipta.

Kjörfundur verður opin frá kl. 12:00 - 16:00 sama dag vegna allsherjarkosningar Primera.

 

Kveðja,

Stjórn FFÍ

Orlofsfréttir - laus hús eftir úthlutun

Kæru félagsmenn


Þeir sem fengu synjun á umsókn um orlofshús FFÍ í sumar geta nú farið á orlofssíðuna og þar í ,,laus tímabil´´ og valið sér viku.

Athugið að greiða þarf strax líkt og við bókun að vetri. Eftir 5. maí verður síðan það sem eftir stendur af sumrinu opnað til umsóknar fyrir alla.

Kær kveðja,
Orlofsnefnd