• dc3bw

REGLUGERÐ FYRIR ORLOFSHEIMILASJÓÐ FFÍ


1. gr. Sjóðurinn heitir „Orlofsheimilasjóður Flugfreyjufélags Íslands”.

2. gr. Tilgangur sjóðsins og hlutverk sjóðstjórnar er:

a) Að kaupa orlofsheimili einn sér eða ásamt öðrum, fjármagna byggingu þeirra, viðhald og rekstur.

b) Fjárfesting og eignasala, annað en eðlilegt viðhald eigna, er þó ekki heimil nema að fengnu samþykki stjórnar FFÍ.

c) Heimilt er orlofssjóði að taka á leigu orlofshús og endurleigja félagsmönnum.

d) Annast úthlutun orlofshúsa FFÍ samkvæmt reglum sem stjórnin setur sér.

3. gr. Tekjur sjóðsins eru samningsbundin gjöld atvinnurekenda til sjóðsins eins og semst um á hverjum tíma, leigutekjur af orlofsheimilum, vaxtatekjur og önnur framlög er til falla.

4. gr. Stjórn sjóðsins skipa 3 menn sem kjörnir eru á aðalfundi ár hvert. Í stjórn skulu vera formaður og meðstjórnendur. Stjórnin skal halda gerðarbók um fundi sína og störf sín.

5. gr. Allur kostnaður af starfi stjórnar og starfssemi sjóðsins greiðist úr orlofssjóði.

6. gr. Sjóðurinn er í eigu FFÍ. Reikningar hans fylgja reikningum FFÍ, endurskoðaðir af endurskoðendum FFÍ og lagðir fyrir á aðalfundi.

7. gr. Allir félagsmenn FFÍ hafa rétt á að njóta þjónustu sjóðsins, einnig þeir félagsmenn sem láta af störfum 60 ára og/eða eldri, í 10 ár eftir starfslok.

8. gr. Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi félagsins með meirihluta atkvæða.

Reglugerð þessi þannig samþykkt á aðalfundi félagsins 7. apríl 1999.

Orlofssjóður

Orlofssjóður Flugfreyjufélags Íslands á og rekur þrjú orlofshús, tvo bústaði í Kiðárbotnum 32 og 34 í Húsafelli og íbúð að Hafnarstræti 100 á Akureyri.

Pantanir vegna vetrarleigu fara fram á skrifstofu FFÍ í síma 5614307 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Sumarúthlutun tekur mið af punktakerfi sem allir félagsmenn eru aðilar að og auglýst er tímanlega að vori eftir umsóknum.

Nánari upplýsingar um orlofshúsin má finna á undirsíðu.

Bannað er að hafa gæludýr í orlofshúsum FFÍ.

Sjóðir og réttindi

Sjóðir og réttindi: FFÍ rekur sjúkrasjóð, starfsmenntasjóð
og orlofssjóð en nánari upplýsingar um
þessa sjóði má finna hér hægra megin. Félagsmenn geta
einnig nálgast eintak af sínum kjarasamningi, en til að sjá
kjarasamninga er nauðsynlegt að vera innskráður notandi
á síðunni.