• dc3bw

Aðgerðir gegn Primera air nordic

Frá því á árinu 2015 hefur FFÍ átt í kjaradeilu við lettneska flugfélagið Primera Air Nordic eins og félagsmönnum er kunnugt. Fór svo að lokum að félagið neyddist til þess að boða vinnustöðvun á fyrirtækið til þess að fylgja kröfu um kjarasamning eftir. FFÍ hefur ítrekað fengið staðfest, að erlendir starfsmenn um borð í flugvélum Primera eru á launum langt undir lágmarkskjörum hér á landi og sagðir vera „sjálfstæðir verktakar“ um borð. Þessir starfsmenn eru ráðnir í gegnum erlendar starfsmannaleigur sem neita íslenskum stjórnvöldum um upplýsingar. 

FFÍ telur engum vafa undirorpið, að um starfsemi og starfsmenn Primera gildi íslensk lög og hafnar með öllu  þeim skýringum Primera að fluglið um borð í flugvélum þeirra komi Primera ekki við.

Þessi barátta FFÍ er barátta fyrir bættum kjörum félagsmanna og flugliða Primera en einnig barátta gegn félagslegum undirboðum sem bæði skaða það launafólk sem í hlut á heldur einnig og ekki síður íslenskt efnahagslíf og fyrirtæki á sama markaði sem hlíta kjarasamningum og lögum eins og þau eiga að gera.

Primera ákvað að stefna FFÍ vegna verkfallsboðunarinnar og málið var þingfest þann 12.9 s.l. FFÍ skilaði greinargerð í gær þann 14.9 og verður málið flutt í lok næstu viku. FFÍ hefur gefið Primera alla nauðsynlega fresti og tækifæri til þess að ganga til samninga. Primera hefur hafnað þeim öllum og engum tilkynningum eða fundarboðum sinnt.

FFÍ ákvað að fresta verkfallinu sem átti að hefjast kl. 6 í morgun fram til 2 oktober n.k. en þá ætti dómur Félagsdóms að liggja fyrir.

FFÍ hefur í öllu ferlinu farið að lögum og vill gefa Félagsdómi tækifæri til þess að vinna úr málinu á eðlilegan hátt þó Primera hafi kosið að höfða mál aðeins 3 dögum fyrir verkfall þegar augljóst var að málsmeðferð gæti ekki lokið áður en verkfall kemur til framkvæmdar.

Primera neitaði samvinnu um frestun verkfallsins og þess vegna var því einhliða frestað af FFÍ.

 

Sumaropnunartími FFÍ 2017

Sumaropnun skrifstofu FFÍ

Frá og með 6. júní til 31. ágúst er skrifstofa FFÍ opin frá 10 – 13 alla virka daga.

Hægt er að senda erindi og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng.

Almenn fyrirspurn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Orlofshúsin: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjúkrsjóður:

Hægt er að senda umsókn til sjúkrasjóðs rafrænt á http://ffi.is/sjukrasjodur/umsokn

Ef frumrit kvittana er rafrænt þá er hægt að áframsenda það á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. annars er hægt að koma þeim til okkar á skrifstofuna á opnunartíma eða utan opnunartíma í póstkassa FFí staðsett í anddyri Hlíðasmára 15.

Hægt er að bóka viðtal við formann og varaformann utan skrifstofutíma.
Berglind - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími: 868-4010
Orri - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími:698-0818

Kær kveðja með ósk um gott sumar

Starfsfólk skrifstofu FFÍ

Allsherjar atkvæðagreiðsla vegna Primera

Flugliðar - stöndum saman

Minnum á að nú stendur yfir allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja/þjóna um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA.

Atkvæðagreiðslan hófst þriðjudaginn 2. maí 2017 og stendur til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2017 á skrifstofu FFÍ að Hlíðarsmára 15.

Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja/þjóna. 
Þeirri kröfu hefur verið hafnað.

Þetta skiptir okkur öll máli og þitt atkvæði telur