• dc3bw

Niðurstaða kosninga

22. júní 2016

Niðurstaða liggur nú fyrir úr atkvæðagreiðslu um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands við Samtök Atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair ehf. Samningurinn var samþykktur af meirihluta þeirra sem tóku þátt í kosningunni.

Þátttaka í kosningu var 68,02%

Já - sögðu 74,69%

Nei - sögðu 24,06%

Auð atkvæði – 1,26%

 

 

Check-in.dk frétt varðandi Primera

Fælles nordisk front mod Primera Air
08-10-2015
Fagforeninger i fem nordiske lande er gået sammen om at sikre ordentlige arbejdsvilkår i Primera Air, der de senere år har udflaget fly og personale fra Danmark og Sverige til Letland.
AF This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Halvdelen af det danske flyselskab Primera Air Scandinavias otte fly er det seneste år rykket fra dansk register og dansk driftstilladelse til lettisk register og en lettisk driftstilladelse, der tilhører det nyoprettede lettiske søsterselskab Primera Air Nordic.

Samtidig har Primera Air lukket sin base i Stockholms Arlanda-lufthavn. Selskabet har ikke længere svenske ansatte på basen, men man opererer stadig flyvninger derfra og har fly stationeret i lufthavnen. De bemandes dog primært med personale fra det lettiske søsterselskab.

Endelig så er de to Primera Air-selskabers fælles operationscenter rykket fra Island til Letland.

Dómur danska vinnuréttardómstólsins

Ryanair

Niðurstaða dóms danska vinnuréttardómstólsins í máli Ryanair.

  1. júlí 2015 féll dómur í danska vinnuréttardómstólnum þar sem að Ryanair er gert að taka þátt í kjarasamningaviðræðum við stéttarfélög í Danmörku sem sjá um kjör flugliða (Flyvebranchens Personale Union). Dómurinn gaf Ryanair fimm daga frest til að verða við þessu. Í dómnum var einnig viðurkennd heimild dönsku verklýðshreyfingarinnar að lýsa yfir vinnudeilu við lággjaldaflugfélagið Ryanair. Frá og með deginum í gær hafa verkalýðsfélög heimild til að neita Ryanair um þjónustu á flugvöllum í Danmörku þ.e. afgreiðsla á eldsneyti og hleðslu á vélum.

 

Forsaga þessa máls er sú að Ryanair tilkynnti að þeir hugsðust hefja áætlunarflug frá Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í mars 2015. Á þeim forsendum fór FPU fram á kjarasamning við Ryanair fyrir þá flugliða sem væru með heimahöfn (home-base) í Kaupmannahöfn. Ryanair þvertók fyrir það að hefja viðræður, en það er yfirlýst stefna Ryanair að gera enga kjarasamninga. Kjör og réttur þeirra sem starfa hjá Ryanair er langt undir lágmarkskjörum í Danmörku:

-         laun eru 10,000 dkr (EUR 1,340) fyrir skatt

-         eingöngu 11 mánaða tryggð laun

-         Ryanair áskilur sér rétt á að flytja heimahöfn starfsmanna með stuttum fyrirvara

-         starfsmenn greiða fyrir einkennisfatnað og ID-kort

-         enginn veikindaréttur

Vegna þessara forsenda var það niðurstaða danska stéttarfélagsins að stefna Ryanair fyrir danska vinnuréttardómstólnum. Vildi stéttarfélagið fá viðurkenningu að möguleiki sé fyrir þau að lýsa yfir vinnudeilu við flugfélag, sem hefur fasta starfsemi í Danmörku þrátt fyrir það að flugfélagið sé með heimilisfestu í Írlandi.

Serviceforbundet/FPU byggðu mál sitt á þeirri staðreynd að Ryanair væri með starfsfólk á þessum flugleiðum með heimahöfn (home-base) í Danmörku og væri það því á ábyrgð stéttarfélagsins að tryggja lögvarða hagsmuni þessara starfsmanna eins og er á dönskum vinnumarkaði. Danski vinnuréttardómstóllinn féllst á allar kröfur stéttarfélagsins og staðfesti rétt þeirra til að boða vinnudeilur gegn Ryanair.

Dómurinn táknar mikilvægan sigur gegn undirboðum alþjóðlegra stórfyrirtækja í allri Evrópu og er það von okkar að hann muni hafa áhrif á félagsleg undirboð, sem eru að eiga sér stað  á Íslandi.