• dc3bw

Aðalfundarboð FFÍ 2017

 

Aðalfundur Flugfreyjufélags Íslands 2017 verður haldinn

þriðjudaginn 2. maí n.k. kl. 18:00

í húsakynnum FFÍ að Hlíðasmára 15, Kópavogi.

 

Dagskrá aðalfundar:

1. Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Flutt verður skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu.
  3. Kynning á nýkjörinni stjórn, varastjórn og trúnaðarráði félagsins.
  4. Kosning tveggja félagslegra skoðunarmanna og eins til vara.
  5. Kosning til annarra stjórna og ráða sem lög og reglugerðir félagsins gera ráð fyrir.
  6. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ lögð fram til samþykktar.

2. Önnur mál.

Að fundi loknum verða bornar fram léttar veitingar.

Ársreikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund.

Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna komu sína á fundinn fyrir 27. apríl 2017 á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Mætum vel og stundvíslega.

Kveðja,

Stjórn FFÍ

Meðfylgjandi aðalfundarboði þessu er:

a) Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs FFÍ

Tillaga um breytingu á reglugerð Sjúkrasjóðs FFÍ

Framboðsfundur og stefnuskrár framboðanna

Kæru félagar

Tvö framboð hafa borist til kjörstjórnar FFÍ og hafa báðir listar verið samþykktir af kjörstjórn. Bæði framboðin hafa óskað eftir því að halda framboðsfund.

Framboðsfundur með báðum framboðum verður haldinn 24. apríl kl. 20:00 í húsnæði FFÍ í Hlíðasmára 15.

Meðfylgjandi eru framboðslistar og stefnuskrár framboðanna.

 

 

Framboðslisti og stefnuskrá A - Berglind Hafsteinsdóttir

Framboðslisti og stefnuskrá X - Anna Dís Sveinbjörnsdóttir

 

Hvetjum alla til að mæta og kynna sér framboðin.

Bestu kveðjur,

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands

Aðalfundur FFÍ

Kæru félagar

Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem fara átti fram 27. apríl fram til 2. maí 2017 vegna jarðarfarar Sólveigar Þorsteinsdóttur flugfreyju hjá Icelandair.

Bestu kveðjur,

Stjórn FFÍ