• dc3bw

Kosningar til stjórnar og trúnaðarráðs FFÍ 2017-2019

Niðurstöður rafrænnar kosningar FFÍ 25. apríl til 1. maí 2017

1193 voru á kjörskrá

736 tóku þátt í kosningunni, samtals 61,7 %

A listi fékk 588 atkvæði, samtals 79,89%

X listi fékk 137 atkvæði, samtals 18,61%

Þeir sem ekki tóku afstöðu 11 atkvæði, samtals 1,49%

Réttkjörin stjórn FFÍ 2017-2019 er því A-listi

Formaður Berglind Hafsteinsdóttir ICE
Varaformaður Orri Þrastarson WOW
Gjaldkeri Guðlaug Líney Jóhannsdóttir ICE
Ritari Tómas Þór Ellertsson ICE
Meðstjórnandi Berglind Kristófersdóttir FLÍS
Meðstjórnandi Guðbjörg Lísa Gunnarsdóttir ICE
Meðstjórnandi Dagný Björk Erlingsdóttir WOW
Varastjórn Sigríður Ásta Árnadóttir ICE
Varastjórn Erla Pálsdóttir WOW
     
Trúnaðarráð    
1 Agnes Eir Önundardóttir ICE
2 Ásdís Sverrisdóttir ICE
3 Bríet Ósk Guðrúnardóttir WOW
4 Carmen Maja Valencia WOW
5 Elísabet Hákonardóttir ICE
6 Eyrún Björk Jóhannsdóttir FLÍS
7 Hallgerður Ragnarsdóttir WOW
8 Ingibjörg Sesselja Björnsdóttir WOW
9 Ingileif Jóhannessdóttir ICE
10 Ingunn Kristín Ólafsdóttir ICE
11 Kristín Friðriksdóttir ICE
12 Kristín Thoroddsen ICE
13 Magnea Ólafsdóttir ICE
14 Margrét Sturlaugsdóttir ICE
15 Una Dögg Guðmundsdóttir WOW
16 Þóra Sigríður Guðmundsdóttir FLÍS

Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

 

logo1

 

Allsherjaratkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja/þjóna um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands, á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi.

Atkvæðagreiðslan hefst þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 18:00 á aðalfundi félasins sem haldinn verður á skrifstofu þess að Hlíðarsmára 15, Kópavogi og stendur til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí 2017.

Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja/þjóna, en þeirri kröfu hefur verið hafnað.

Reykjavík, 25. apríl 2017

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands

Kjörfundur - leiðbeiningar

Kjörfundur hefst í dag 25. apríl 2017 kl. 12:00 og lýkur 1. maí 2017 kl. 23:59

Hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæði sitt, sjá kjörkassann hér til hægri "Rafræn kosning" ýtið á örina.

 

https://www.facebook.com/groups/1897525303816016/

https://www.facebook.com/groups/410596445970834/

 

Leiðbeiningar um rafræna kosningu til stjórnar FFÍ

Kosningin fer fram á öruggu vefsvæði sem hýst er og stjórnað af Advania skv. gæða- og öryggisstöðlum þeirra.

Til að greiða atkvæði þurfa félagsmenn að fara á sérstaka kosningasíðu sem er aðgengileg í gegnum hlekk á vefsíðu Flugfreyjufélagsins, www.ffi.is

Auðkenna sig þarf með kennitölu og annað hvort íslykli eða rafrænum skilríkjum. Athugið að hægt er að nálgast íslykil með fljótlegum hætti á umræddri vefsíðu.

Athugið að hægt er að greiða atkvæði oftar en einu sinni og er það nýjasta atkvæði hvers kjósanda sem gildir.

Frekari upplýsingar og/eða aðstoð er hægt að fá á skrifstofu Flugfreyjufélagsins.

Kjörstjórn

Erindum um skráningu/kæru inn á kjörskrá skulu berast með tölvupósti til starfsmanna kjörstjórnar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)