• dc3bw

Jóla- og áramótakveðja FFÍ

Flugfreyjufélag Íslands óskar félagsmönnum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða. 

Jólakort

Niðurstöður atkvæðagreiðslu vegna Primera

Fundur stjórnar- og trúnaðarráðs Flugfreyjufélags Íslands sem haldinn var 14. ágúst 2018, samþykkti að fram skyldi fara allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna félagsins um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá og til Íslands. Hin ótímabundna vinnustöðvun skal hefjast kl. 06:00, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 nema kjarasamningar hafi tekist fyrir þann tíma. Að þessu sinni var viðhöfð allsherjarpóstatkvæðagreiðsla og voru kjörgögn send atkvæðabærum félagsmönnum í byrjun september 2018. Atkvæðagreiðslan stóð til kl. 12.00 föstudaginn 28. september 2018.

Atkvæðisrétt höfðu 2097 félagsmenn. Atkvæði greiddu 573 félagsmenn  og féllu atkvæði þannig að já sögðu 567, nei sagði 1, fimm seðlar voru auðir eða ógildir. 

Það tilkynnist því hér með ótímabundin allsherjarvinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA og hefst hún kl. 06:00 fimmtudaginn 15.11. 2018 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Stjórn

Allsherjarpóstatkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá Primera Air Nordic

Allsherjarpóstatkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna Flugfreyjufélags Íslands, um boðun ótímabundinnar vinnustöðvunar flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA, sem fljúga farþegum frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi.  

Kjörgögn hafa verið póstlögð og þurfa atkvæði félagsmanna að hafa borist kjörstjórn félagsins að Hlíðarsmára 15, 201 Kópavogi fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. september 2018.  

Stjórn og trúnaðarráð Flugfreyjufélags Íslands hvetur alla félagsmenn sína til þess að taka þátt í atkvæðagreiðslunni en tekist er á um kröfu Flugfreyjufélags Íslands þess efnis að Primera Air Nordic SIA geri kjarasamning um störf flugfreyja en þeirri kröfu hefur verið hafnað og viðræðutilraunir ekki borið árangur þrátt fyrir milligöngu Ríkissáttasemjara.

Reykjavík 3. september 2018

Kjörstjórn Flugfreyjufélags Íslands